10.10.2008 | 20:51
Bankahrunsvikan að líða
Halló heimur!
Nú er bankahrunsvikan að líða, vika sem fer í sögubækurnar og verður notuð sem dæmi um orðatiltækið "að fljóta sofandi að feigðarósi". Börn, barnabörn osfrv. munu læra að svona fer ef maður kann fótum sínum ekki forráð. Það sem gerist á næstu vikum mun líka fara í sögubækurnar. Öll gjaldþrot þeirra sem núna munu missa fimmtíumilljónahúsin sín og tíumilljónabílana fjóra eða hvaðþaðnúvarítísku að "eiga" marga.
Vissulega eru gjaldþrot heimilanna alltaf vandamál að ekki sé minnst á hvaða sorg þau hafa í för með sér. Þetta annars ágæta RangeRoverkeyrandi eigandiekkibótfyrirrassinnásér fólk getur ekki kennt neinum um nema sjálfu sér, því miður. Þetta eru blákaldar staðreynir, sársaukafullar, en staðreyndir engu að síður. Mér var bent á auglýsingu í blaði í dag þar sem boðinn var RangeRover til sölu, ákvílandi rúmar fimmmillur, og ef maður vildi græjuna gat maður fengið áttahundruðþúsund krónur með. Þetta er sá veruleiki sem skellur á RangeRoverkeyrandi eigandiekkibótfyrirrassinnásér fólkinu. Þess er stutt að bíða að allskonar fjármögnunarfyrirtæki eiga heilu bílaplönin af RangeRover og helling af meirenfimmtíumilljóna húsum sem fólk ræður ekki við. Þau fjármögnunarfyrirtæki munu fara á hausinn, einfaldlega vegna þess að það verður enginn til að kaupa allt draslið.
Þessu er engan veginn lokið, ég er ekki svartsýnismaður að eðlisfari, bara raunsær.
Miklu meira síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 19:31
Bökumsamansnúningur
Halló heimur!
Jæja þá er draumurinn búinn. Hvert er svo sótt? Jú, einmitt, í óendanlega djúpa vasa skattgreiðenda.
Ég spyr nú bara: Hvað eru eigendur bankanna að hugsa? Af hverju koma þeir ekki að björgun þessara fyrirtækja? Ef ég ætti fyrirtæki sem ég væri búinn að þenja út og skuldsetja langt úr yfir allt velsæmi, hirða úr fyrirtækinu hundruð milljóna í eigin vasa, myndi ég þá geta farið í vasa skattgreiðenda? Ég er ekki viss, mér þykir það ólíklegt.
Ég er svo "heppinn" að eiga ekki mikla peninga í banka, bankinn á hinsvegar umtalsverða peninga hjá mér. Ég keypti mér hús fyrir fjórum árum, átti rúmlega tvær milljónir (já ÁTTI, á þeim tíma nánast skuldlausar tvær milljónir). Þetta voru auðvitað peningar sem ég fékk út úr íbúð sem ég (við) áttum. Ég fór í bankann sem ég hafði skipt við í 20 ár og fékk lán fyrir því sem á vantaði. Ég þorði ekki í gjaldeyrislán, sem betur fer. Samt er staðan sú að innan skamms tíma verður lánið búið að éta upp milljónirnar mínar tvær. Bankinn, sem nú er búið að setja á hausinn, á semsagt húsið mitt, sem ekki er einusinni hægt að selja því enginn fær lán. Selur kollhnístur bankinn kannski ofanaf mér húsið fyrir klink til að reyna að rétta kollhnísinn af? Ekkert er öruggt í heiminum, það veit ég vel, en samt...
Kannski tapa ég þessum fáu krónum sem ég á í bankanum, líka það sem ég hef safnað með smáframlagi mánaðarlega. Það verður þá bara að hafa það, þetta eru jú "bara peningar". Er það viðhorfið sem ríkt hefur?, "bara peningar"? Maður gæti svosem alveg ímyndað sér það þegar maður hugsar til baka til sjálftökuliðsins sem vaðið hefur uppi. Og landsfeðurnir, ríkisstjórnin, hefur flotið sofandi að feigðarósi eins og Steingrímur á Móti hefur verið að segja allt þetta ár. Kannski er hann bara eini maðurinn sem hugsar af viti? Maður hefur séð mörg fréttamyndskeið þar sem forsætisráðherra hefur verið spurður um aðgerð og hann hefur hælt sér af því að ná árangri með því að "gera ekki neitt". Innheimtufyrirtæki hefur auglýst mikið "ekki gera ekki neitt", forsætisráðherra hefði kannski átt að hlusta á það. Þetta allt er vissulega ekki forsætisráðherra að kenna, síður en svo, hann er hins vegar í vinnu hjá þér og mér og öllum öðrum íslendingum.
Nú segir þessi sami ráðherra að "snúa eigi bökum saman". Hann þarf væntanlega ekki að hafa áhyggjur af því að missa vinnuna, eða hvað, krefjast íslendingar afsagnar þessara manna sem leyfðu þessu öllu saman að fara til helvítis? Nú vilja þessir menn "lágmarka skaðann" eins og þeir kalla það. Stýrivextir hafa ekki lækkað, það er það sem þarf að gera til að halda atvinnulífinu gangandi. Tími okurvaxta er liðinn. Einhverntíma var sagt að betra væri að fá litla skatta frá fyrirtækjum en enga. Ef fyrirtækin ganga ekki vegna okurvaxtastefnu, koma engir skattar. Hvað skýldi það annars þýða? Jú, laukrétt, þá fer þjóðarbúið lóðbeint á hausinn. Þá getur væntanlega sjálftökuliðið komið og lagt fram aurana sína til bjargar okkur. Nei annars, ætli þeir verði ekki bara farnir eitthvert annað?
Miklu meira síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2008 | 21:41
Rok...
Halló heimur!
Það fór ekki framhjá neinum að það var rok í nótt og meiraðsegja líka í dag. Við hér á Héraði urðum sem betur fór ekki mikið vör við þetta, utan þess að Lagarfljótsormurinn (skipið sko) var víst við það að losna frá bryggju í höfninni á Egilsstöðum. Við sluppum semsagt við tjón af völdum roks og rigningar, enda náði rigningin ekki almennilega til okkar.
Höfuðstaðurinn slapp ekki eins vel, því miður, fólk sér á eftir einhverjum munum vegna vatnstjóns osfrv., einhverjir töpuðu garðstólum, garðborðum og títtnefndum trampólínum. Eitthvað af trjám rifnaði líka upp eða brotnaði, sem betur fór slysalaust. Við íslendingar erum oft alveg ótrúlega heppin þegar kemur að náttúruhamförum hvort heldur sem er af völdum veðurs eða móður jarðar þegar hún þarf að laga sig til í bólinu.
Samt vekur alltaf furðu mína þegar það berast trampólínfoksfréttir, garðstóla- og -borðafoksfréttir. Það er alveg greinilegt að fólk telur sig ekki bera ábyrgð á sínu fjúkandi lausa dóti. Þetta sama fólk yrði væntanlega ævareitt ef það fengi fjúkandi garðstólasett inn um stofugluggann. Ég bara skil ekki hvað er að fólki sem ekki getur séð til þess að þetta dót sé fast áður en margumtalað á leiðinni rokið kemur.
Miklu meira síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2008 | 22:30
..klukkaður af Nkosi, kann honum þakkir....
Halló heimur!
Eins og stendur í fyrirsögninni klukkaði Nkosi mig, svo hér er þetta:
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Vinnumaður í sveit (nokkrum árum eftir að ég flutti úr sveitinni).
Nánast öll störf sem hægt er að vinna í plastverksmiðju.
Kerfisstjóri.
Girðingatæknir (flott orð, ha?).
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá ;
The Commitments.
Rita Hayworth and the Shawshank redemption.
Mýrin.
Rocky horror picture show.
Fjórir staðir sem ég hef búið á;
Litla-Tunga, Holtum (nú Holta- og Landssveit).
Reykjavík.
Garðabær.
Egilsstaðir.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Fréttir.
Law & order, allar útgáfur.
American HotRod.
Næturvaktin.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum;
Holland.
Írland.
Loðmundarfjörður.
Viðfjörður.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg;
visir.is.
mbl.is.
google.is.
microsoft.com.
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Lambakjöt.
Nautakjöt.
Soðin ýsa með soðnum kartöflum og bræddu smjöri.
Hreindýrakjöt.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Mýrin.
Tinni, (lengra síðan en ég kæri mig um að muna).
Morgan Kane, (sjá að ofan).
Sjálfstætt fólk (og margar fleiri eftir HKL).
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka;
Þekki ekki svona marga bloggara, búið að klukka Nkosa svo ég klukka bara Björgu og Fjólu.
Miklu meira síðar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2008 | 14:28
Allt búið...
Halló heimur!
Nú er allt búið.
Ólympíuleikarnir og ormsteiti, allt búið.
Hreindýrið var hrikalega gott. Silfrið var hrikalega gott.
Þá tekur grámóskulegur hversdagsleikinn við.
Miklu meira síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 09:23
Ormsteiti, annar pistill.
Halló heimur!
Það var sko enginn blús í ormsteitistjaldinu í gærkvöldi. Þar var Guðgeir blúsar eð blússveit sína og blúsaði svo allur blús blússaði burt af Héraðinu. Einfaldur rafgítarblús sem hitti beint í mark, allavega hjá svona rafgítarhávaðaáhugamönnum eins og mér. Svo tók geimið við.
Kiddi fluga fór með okkur aftur til diskótímans og þeytti skífum af sinni alkunnu snilld, dansaði manna mest með upplýst hálstau í glimmervestinu og glimmerskónum. Ef ég væri ekki svona mikill eymingi hefði ég meiraaðsegja dansað með. En það er nú svona þegar maður er svo latur sem raun ber vitni og nennir ekki að gera æfingarnar sem sjúkraþjálfarinn segir að muni kannski laga málið, en það hefur auðvitað ekkiert með ormsteiti að gera.
Í dag er dagurinn. Í dag er hreindýraveislan. Í dag safnast héraðsmenn saman og gæða sér á hreindýri. Hreindýr eru falleg í náttúrunni, enn betri á diskinum. Maður verður eins og Hómer Simpson við tilhugsunina, hallar höfðinu aftur, slefar, arrgggghhhhhhhhh. Það eru tæpir tíu tímar þangað til ég fæ að borða..........
Miklu meira síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2008 | 17:24
Ormsteiti, fyrsti pistill.
Halló heimur!
Það er Ormsteiti á austurlandi, þe. þeim hluta sem telst til Fljótsdalshéraðs. Það er tíu daga partý með allskonar uppákomum og skemmtilegheitum.
Byrjaði á föstudaginn var með hverfahátíð. Hverfahátíðin var með öðru sniði en venjulega þar sem írskir snillingar voru með sk. karnival, stundum kallað götuleikhús, mér skilst reyndar að það sé ekki sami hluturinn, nóg um það. Þetta var bara nokkuð skemmtilegt þó ég hafi saknað kappleikanna milli hverfanna sem voru litlir sem engir.
Karnivalið gekk svosem alveg upp og svona ýmislegt fleira eins og kappreiðar milli þriggja manna á þríhjólum tilheyrandi karnivalinu og fiðrildis á vespu. Það er ekki hægt að lýsa þessu, maður varða'veraddna.
Siðan fór öll hersingin niður í Egilsstaðavík, karnivalið og íbúarnir, þar sem gert var margt skemmtilegt til heiðurs Orminum (Lagarfljótsorminum sko). Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu heldur, maður varða'veraddna.
Svo á laugardaginn var Möðrudalsdagur, við ákváðum að fara ekki þangað heldur setja upp nýjú eldavélina sem við vorum að kaup. Í Möðrudal er messað á þessum degi og heilmikil hátíð með dansiballi og hundraðmannatónleikum osfrv. Örugglega mjög skemmtilegt, við fórum í messuna í fyrra en ákváðum sem sagt að fara ekki núna.
Á sunnudeginum eru tónleikar í Hallormsstaðaskógi, að þessu sinni voru það Sniglabandið og Borgardætur ásamt Eyþóri Gunnarssyni og Sigðurði Guðmundssyns sem stigu á stokk. Ég geri ekki ráð fyrir að nokkur maður hafi verið svikinn af þessum tónleikum, þeir voru barasta nokkuð góðir.
Svo er eitthvað að gerast alla vikuna, allskonar skemmtilegheit daga og kvöld. Svo lýkur öllu saman um næstu helgi og þá er sko GILL. Hreyndýraveisla á laugardag, ég er búinn að panta borð á Gistihúsinu, rómó dinner fyrir okkur tvö, eða þannig.
Miklu meira síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2008 | 21:16
Ólympískar hetjudáðir og fleira gott...
Halló heimur!
Það eru ólympíuleikar í Kína ef einhver skyldi ekki hafa tekið eftir því. Ég ætla ekki að agnúast útí að ekki er hægt að horfa sjónvarpið fyrir þessum ófögnuði, það er hvort eð er lítið sem ekkert að sjá þar. Þá er nú miklu betra að hella úr skálum reiði sinnar og hneykslunar.
Handboltalandsliðið hefur gert það gott til þessa og er búið að bóka gullið eins og um árið. Við skulum rétt vona að það fari ekki heim með skottið milli lappanna líka eins og um árið. Hvaðahvaða, neinei, áfram strákar!
Sundmenn nokkrir fóru og gátu lítið sem ekkert. Þetta er nú svona og svona menn eru misvel upplagðir og aðrir "nennissiggi", en það er nú einfaldlega þannig að sumar ferðir eru ekki til fjár, hvað þá frama. Áfram stelpur og strákar, með hörkunni hefst það, aðrir olluleikar eftir fjögur ár.
Ekki er nú hægt annað en að minnast á frægðarför mikla badmintondrottningar vorrar þjóðar, sem allir voru búnir að bóka bæði bronsið, silfrið OG gullið, pottþétt mál. Hún, stelpugreyið, entist ekki einn leik, hnéð gaf sig. Maður fylltist samúð, hún varð að hætta vegna meiðsla, fúlt. En hvað svo? Í ljós kemur að allir (allavega hún sjálf og sennilega fleiri) að það var kraftaverk að hún skyldi endast þann tíma sem þó hún entist í leiknum. Þetta var nefnilega fyrirfram vonlaust, hún hefði nefnilega átt að leita sér lækninga fyrir amk. hálfu ári. Þetta er nú fínt afspurnar, skattgreiðendur í þessu landi mega láta bjóða sér að kosta olluleikaför stelpu sem fyrirfram var vitað að gæti ekkert. Mér finnst þetta hneyksli, ég hefði sagt henni að fara í aðgerð og mæta tvíefld að fjórum árum liðnum, en ég er náttúrulega ekki íþróttaspekúlant, en samt "KOMMON!?".
Vega- og umferðarmál hafa ætíð verið mér hjartfólgin. Nú rífast menn í Ölfusi, samgönguráðuneytinu og Vegagerðinni um það hver sé vondi karlinn. Það á nefnilega ekki að byrja að tvöfalda suðurlandsveginn þar sem flest slys hafa orðið síðustu ár. Ég segi bara: Ölfusmenn klárið það sem til ykkar friðar heyrir. Ráðuneytismenn: Klárið það sem til ykkar friðar heyrir. Vegagerð: Klárið það sem til ykkar friðar heyrir. Byrjið svo strax og hægt er báðu megin frá, það er vaxandi atvinnuleysi, nóg til af tækjum og bara drífa í þessu strax!!
Miklu meira síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2008 | 12:39
Claptonsferðalagspistill
Halló heimur!
Ég fór á tónleika með Eric Clapton í Egilshöll. Tónleikarnir voru alveg frábærir. Gamli maðurinn er greinilega ekkert að gefa eftir þó hann sé kominn á sjötugsaldur. Hljómsveitin var alveg frábær, gítarleikari sem gaf gamla manninum ekkert eftir og virtist stundum eins og sá gamli notaði hann til að minnka álagið á sjálfum sér. Trommarinn var alveg magnaður, maður hefði getað haldið að hann væri lífvörður í trommaragervi, stór og mikill. Bassaleikarinn er búinn að vera að spila inn á plötur
síðan fyrir 1960 og má reikna með að hann sé orðinn nokkuð við aldur, það sást hinsvegar ekki á honum. Píanisti, hokinn af reynslu, lamdi lyklana af festu, ógleymanleg verður túlkun hans á kókaínvímunni í laginu Cocain. Nokkur vonbrigði urðu hjá mörgum með lagavalið, mér fannst td. vanta Laylu og Lay down Sally, Cocain var hins vegar flutt á magnaðan hátt og átti áðurnefndur píanisti stóran þátt í því. Þeldökkar bakraddasöngkonur voru fábærar á allan hátt og flutningurinn
hefði tæplega orðið jafngóður án þeirra, maður fann vel fyrir þeirra hlut. Í heild var spilamennskan frábær.
Ellen Kristjánsdóttir og hljómsveit hituðu upp, Ellen stóð sig vel að vanda, var með fullt af fínu fólki með sér, en samt fannst mér leikur þeirra og söngur ekki sannfærandi. Fannst stundum eins og þau væru að bíða eftir Clapton eins og áhorfendurnir.
Framkvæmd tónleikanna var svosem í lagi, þó þarf að skipuleggja betur veitingasölu og salernismál. Það er varla bjóðandi fólki sem borgar jafnvel tugi þúsunda í aðgangseyri að standa í óralöngum biðröðum. Ég ætla ekki að kvarta undan því að ég var nærri klukkutíma að komast út af bílastæðinu, ég hefði alveg getað komið með strætó.
Þegar á heildina er litið var þetta frábært kvöld, vel þess virði að borga 18000kr í aðgangseyri fyrir okkur hjónin, auk þess að aka 1400km. með þeim kostnaði sem því fylgdi, sem þó var nærri helmingi ódýrara en að fljúga
Við fórum líka á handverkssýninguna á Hrafnagili í Eyjafirði. Mér fannst hún vart svipur hjá sjón miðað við síðustu ár. Mun færri sýnendur en í fyrra, fjölbreytni lítil. Ég er ekki viss að um að aðgangseyrinum hafi verið vel varið.
Ekki má gleyma að alltaf er gaman að hitta vini, kunningja og skyldfólk.
Miklu meira síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2008 | 18:42
Kárahnjúkar-Laugavellir-Brú
Halló heimur!
Nú er Verslunarmannahelgin, fólk að tapa sér í umferð, tjöldum, tjaldvögnum, hjólhýsum og hvur veit hverju, kannski drukkið, kannski ofurölvi og ruglað, kannski bara edrú. Hvernig sem það er vona ég að allir hafi það fínt og finnist gaman og lífið yndislegt.
Við hjónin brugðum út af vananum, þe. vorum ekki blýföst heima, fórum reyndar ekki neina langferð eða útilegu, heldur skruppum smá hring um nágrennið.
Haldið var í Kárahnjúka, gagngert til að keyra yfir stíflurnar, Desjarárdalsstíflu og Kárahnjúkastíflu. Höfum að vísu áður farið yfir Kárahnjúkastíflu í rútu áður en hún var fullbyggð, en núna fórum við á eigin bíl. Það mátti ekki stoppa á stíflunum svo það eru engar myndir til ofan af þeim en við tókum smá video. Við tókum myndir bæði fyrir og eftir stífluyfiraksturinn.
Það var semsagt planið að fara í Kárahnjúka upp úr Fljótsdal, þessa venjulegu leið, og svo heim vestanmengin árinnar og fara í Laugavelli. Við komumst þangað niðureftir og tókum nokkrar myndir og héldum síðan áfram. Í Laugavöllum var ekki mikið fólk þegar við komum þangað, útlendingafjölskylda á LandRover og maður með barn og hund á öðrum LandRover, sínu eldri en þeim sem útlendingarnir voru á. Það er skemmtilegt að koma í Laugavelli, þar er bæjarrúst, gangamannakofi sem byggður er í rústinni og heitur lækur með laug og náttúrulegri sturtu þar sem lækurinn rennur í ána fram af kletti. Á skilti við bæjarrústina stendur að aðeins einn ábúandi hafi verð að Laugavöllum sem byggðust út úr Brú árið 1900. Fjölskyldufaðirinn framdi sjálfsmorð eftir fjárfelli og þar með lauk ábúð. Það er fallegt í Laugavalladal og væri skemmtilegt að fara þangað seinna með tjald og dvelja tímakorn.
Við bröltum síðan slóðann áleiðis til byggða, týndum honum reyndar einu sinni en fundum sem betur fór aftur. Leiðin lá niður að Brú á Jökuldal, tókum nokkrar myndir og brunuðum svo heim. Myndin af brúnni er tekin á svipuðum stað og myndirnar sem teknar voru þegar tappinn var rekinn í Kárahnjúkastíflu, sjá http://www.2g.is/jokla/.
Vorum heima um hálfáttaleytið og höfðum verið á ferðalagi í fimm og hálfan tíma. Þetta var mjög skemmtileg ferð, eins og allar aðrar ferðir sem maður fer um ókunnar slóðir í góðu veðri.
Miklu meira síðar...
Bloggar | Breytt 4.8.2008 kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Guðmundur Guðmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar