Claptonsferðalagspistill

Halló heimur!

Ég fór á tónleika með Eric Clapton í Egilshöll.  Tónleikarnir voru alveg frábærir.  Gamli maðurinn er greinilega ekkert að gefa eftir þó hann sé kominn á sjötugsaldur.  Hljómsveitin var alveg frábær, gítarleikari sem gaf gamla manninum ekkert eftir og virtist stundum eins og sá gamli notaði hann til að minnka álagið á sjálfum sér.  Trommarinn var alveg magnaður, maður hefði getað haldið að hann væri lífvörður í trommaragervi, stór og mikill.  Bassaleikarinn er búinn að vera að spila inn á plötur
síðan fyrir 1960 og má reikna með að hann sé orðinn nokkuð við aldur, það sást hinsvegar ekki á honum.  Píanisti, hokinn af reynslu, lamdi lyklana af festu, ógleymanleg verður túlkun hans á kókaínvímunni í laginu Cocain.  Nokkur vonbrigði urðu hjá mörgum með lagavalið, mér fannst td. vanta Laylu og Lay down Sally, Cocain var hins vegar flutt á magnaðan hátt og átti áðurnefndur píanisti stóran þátt í því.  Þeldökkar bakraddasöngkonur voru fábærar á allan hátt og flutningurinn
hefði tæplega orðið jafngóður án þeirra, maður fann vel fyrir þeirra hlut.  Í heild var spilamennskan frábær.

Ellen Kristjánsdóttir og hljómsveit hituðu upp, Ellen stóð sig vel að vanda, var með fullt af fínu fólki með sér, en samt fannst mér leikur þeirra og söngur ekki sannfærandi.  Fannst stundum eins og þau væru að bíða eftir Clapton eins og áhorfendurnir.

Framkvæmd tónleikanna var svosem í lagi, þó þarf að skipuleggja betur veitingasölu og salernismál.  Það er varla bjóðandi fólki sem borgar jafnvel tugi þúsunda í aðgangseyri að standa í óralöngum biðröðum.  Ég ætla ekki að kvarta undan því að ég var nærri klukkutíma að komast út af bílastæðinu, ég hefði alveg getað komið með strætó. 

Þegar á heildina er litið var þetta frábært kvöld, vel þess virði að borga 18000kr í aðgangseyri fyrir okkur hjónin, auk þess að aka 1400km. með þeim kostnaði sem því fylgdi, sem þó var nærri helmingi ódýrara en að fljúga

Við fórum líka á handverkssýninguna á Hrafnagili í Eyjafirði.  Mér fannst hún vart svipur hjá sjón miðað við síðustu ár.  Mun færri sýnendur en í fyrra, fjölbreytni lítil.  Ég er ekki viss að um að aðgangseyrinum hafi verið vel varið.

Ekki má gleyma að alltaf er gaman að hitta vini, kunningja og skyldfólk.

Miklu meira síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég hef heyrt fleiri nefna þetta með Laylu. Og almennt virðist fólk á sömu skoðun og þú með tónleikana. Eitthvað var fólki of heitt en það hlýtur að hafa jafnað sig fljótt eftir tónleika.

Verst að handverkssýningin er að daprast. Sniðugt konseft sem þarf að halda á lofti.

Gott þið gáfuð ykkur tíma til að koma og hitta okkur.

Björg Árnadóttir, 12.8.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 7154

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband