Skjaldborg um hei..., nei annars höfuðborgarsvæðið?

Halló heimur á aðfangadag anno domini 2009!

 Það er fallegur dagur hér austanlands, snjór yfir og stillt veður, aðeins verið smá drífa til að auka stemninguna.

Það er ekki eins falleg fréttin sem var í sjónvarpinu fyrr í dag um þreföldun kostnaðar við fjarnám og kvöldnám við framhaldsskóla landsins.  Ég bara botna ekkert í henni Jóhönnu minni og Steingrími á móti.  Steingrímur sem þykist alltaf bera hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti, virðist nú með fulltingi Jóhönnu minnar, ætla að tryggja flótta af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar með því að þrefalda kostnað við nám.  Þeir sem vilja búa og vinna (ef vinnu er að hafa) í sinni heimabyggð og stunda nám jafnframt verða nú sennilega að flytja þangað sem skólarnir eru til að geta haldið námi áfram, að öðrum kosti að vera þrisvar sinnum lengur að klára nám sitt.  Því er nú þannig farið að flestir skólar eru á höfuðborgarsvæðinu og þar af leiðir að landsbyggðarmaðurinn Steingrímur á móti er sjálfum sér samkvæmur og er snýst á móti landsbyggðinni með grímulausum hætti.  Fylgismenn hans ráða auðvitað menntamálum, þe. hún Kata litla, og því ekki mótmæla að vænta úr þeirri átt.  Ef marka má fréttina þá voru ekki miklar umræður um þetta mál á Alþingi svo ekki er stjórnarandstaðan að hugsa um landsbyggðarfólkið, né heldur þá sem reyna að sjá fyrir sér sjálfir á meðan á námi stendur en það þurfti svosem ekki að koma neinum á óvart.

Ég legg eftirfarandi til við Jóhönnu (sem ég hætti hér með að kalla "mína") og Steingrím á móti:  Leggið á 100% skatt, útdeilið svo mat og brýnustu nauðsynjum til fjöldans.  Sjáið til þess að enginn, nema þá kannski auðmenn og afsprengi þeirra, geti aflað sér menntunar.  Tryggið að ekki verði nein uppbygging á atvinnutækifærum, vísið út öllum sem vilja koma með peninga til Íslands og látið svo nýlenduveldin tvö hafa það litla sem eftir er.  Þar með þurfa Íslendingar að standa í sovéskum biðröðum eftir öllu, búa í húsnæði í eigu ríkisins osfrv. 

Þar verða villtustu draumar Steingríms á móti að veruleika.

Að auki legg ég til að hinn íslenski alþýðumaður, sem gert að fara undir fátækramörk með gengdarlausri beinni og óbeinni skattheimtu, verði kosinn maður ársins.

Gleðileg (Steingríms) jól!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband