Ormsteiti, annar pistill.

Halló heimur!

Það var sko enginn blús í ormsteitistjaldinu í gærkvöldi.  Þar var Guðgeir blúsar eð blússveit sína og blúsaði svo allur blús blússaði burt af Héraðinu.  Einfaldur rafgítarblús sem hitti beint í mark, allavega hjá svona rafgítarhávaðaáhugamönnum eins og mér.  Svo tók geimið við.

Kiddi fluga fór með okkur aftur til diskótímans og þeytti skífum af sinni alkunnu snilld, dansaði manna mest með upplýst hálstau í glimmervestinu og glimmerskónum.  Ef ég væri ekki svona mikill eymingi hefði ég meiraaðsegja dansað með.   En það er nú svona þegar maður er svo latur sem raun ber vitni og nennir ekki að gera æfingarnar sem sjúkraþjálfarinn segir að muni kannski laga málið, en það hefur auðvitað ekkiert með ormsteiti að gera.

Í dag er dagurinn.  Í dag er hreindýraveislan.  Í dag safnast héraðsmenn saman og gæða sér á hreindýri.  Hreindýr eru falleg í náttúrunni, enn betri á diskinum.  Maður verður eins og Hómer Simpson við tilhugsunina, hallar höfðinu aftur, slefar, arrgggghhhhhhhhh.  Það eru tæpir tíu tímar þangað til ég fæ að borða..........

 Miklu meira síðar...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

hehehehehe.... vona að Rúdolf hafi smakkast vel! 

Öfunda þig sannarlega af blúsleysinu og hefði svo gjarna viljað vera viðstödd bæði blúsinn og diskóið.

Stundum er betra eins og manni er sagt og gera endemis æfingarnar. Stöku sinnum hafa árans karlarnir rétt fyrir sér.  Þá hefðirðu jafnvel kanski getað tekið snúning með Kidda!  

Bestu kveðjur til Stínu!

Björg Árnadóttir, 23.8.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 7153

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband