Seytjándinn...

Halló heimur!

 Jæja, þá er Sautjándijúni kominn (og næstum farinn líka) með öllu sínu fylgidóti.  Ræðum og ættjarðarlagasöng o'soleiðis.

Hér austandlands urðu menn eitthvað hræddir við veðurfræðingalygar (veðurfræðingar ljúga nefnilega sbr. texta Bogomils) og færðu allt klabbið inn í íþróttahúsið á staðnum.  Sólin skein glatt á galtóman Tjarnargarðinn í golunni og skyldi ekkert í mannfólkinu að vera ekki úti að skemmta sér.

Við pússuðum okkur í okkar fínasta, eins og við gerum gjarnan undir ræðuhöldum Sautjándans, svona til að fá útrás fyrir athyglissýki og þjóðrembu einusinni á ári.  Formaður kvenfélagsins steig á stokk og ræddi ýmis mál, fjallkonan flutti ljóð eftir Einar Ben, síðan dreif karlakórinn Drífandi (án Drífu) sig á svið og söng fáein lög, var klappaður upp (slíkt gerist örugglega bara í sveitinni), ekki að þeir hafi ekki verið vel að því komnir, þeir stóðu sig bara vel, Drífulausir (Drífa er sko kórstjórinn, kórinn kenndur við hana).  Svo var eitthvað fleira sem ég varð ekki var við þar sem ég þurfti að bregða mér afsíðis.  Síðan fórum við heim.

 Miklu meira síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Afskaplega þjóðlegt greinilega. Hér var látið duga að flagga vel og vandlega á öllum stöngum sem buðu uppá solleis.

Björg Árnadóttir, 19.6.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 7211

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband