Einbýlishús með garði?

Halló heimur!

 Ég átti svosem ekkert sérstaklega neinn draum um einbýlishús með garði, en sá draumur varð hins vegar að veruleika þegar við fluttum hingað austur.  Einbýlishús með garði er ágætt, allavega á veturna.  Einbýlishús með garði er samt ekki eins gott og einbýlishús með bílskúr og garði, en það má alltaf bæta úr því seinna þe. uppfæra úr einbýlishúsi með garði í einbýlishús með bílskúr og garði.  Það útheimtir annað af tvennu, að byggja bílskúr í garðshorni eða selja einbýlishús með garði og kaupa einbýlishús með bílskúr og garði.  Í mínu tilfelli væri sennilega betra að byggja bílskúrinn í garðshorni, sérstakleg þegar tekið er tillit til þess að malarpúðinn undir bílskúrinn er tilbúinn, svona þannig séð.  Það þarf að skafa grasið ofanaf og grafa fyrir lögnum.  Það albesta við þessa ráðstöfun væri að einhver slatti af grasinu í garðinum færi undir bílskúrinn.  Einbýlishús með garði útheimtir nefnilega slátt á garðinum, trjáklippingar og margvíslega aðra óáran.  Einbýlishús með garði er bara puð og aftur puð.  Maður slæst við grasið og fíflana og arfann og hvruviethvað.

Kannski er einbýlishús með garði ekkert góð hugmynd, allavega myndi ég benda öllum sem ganga með þann draum að hugsa sig vandlega um.  Ég er nokkuð viss um að einbýlishús með bílskúr er málið, enginn garður sko.

 Miklu meira síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Æ, góði hættu þessu tuði og njóttu veðurblíðunnar (sem ku landlæg þarna) og duddaðu þér í garðinum við þetta í rólegheitunum!

Ég vorkenni þér s.s. ekki hætishót! 

Björg Árnadóttir, 9.6.2008 kl. 16:45

2 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Þakka samúðina Björg mín, átti ekki von á öðru frá þér.....

Guðmundur Guðmundsson, 17.6.2008 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 7211

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband