Hver er Húnn Ísbjörnsson?

Það er kreppa.  Það er kreppa.

Ha?, getur verið að það sé kreppa?  Jú bankarnir græða minna, Eimskip tapar einhverjum aurum á einhverju fyrirtæki sem þeir keyptu og heitir Innúít, eða eitthvað svoleiðis.  Svo ætlar ríkið að bjarga bönkunum út úr ódýruhúsnæðislánaruglinu.  Þetta er náttúrulega bara ekki hægt!  Banki lánar peninga of ódýrt og ríkið borgar brúsann.  Hver ætli hjálpi þeim sem glöptust á 100%lánin og runnu svo á rassinn með alltsaman?  Væntanlega enginn, bankinn leysir til sín húsnæðið og ríkið borgar tapið.  Æðislegt!  Ef ég gerði eitthvað í þessa veru fengi ég bara feitan reikning frá ríkinu fyrir ógreiddum gjöldum (sem ég gæti ekki greitt vegna húsnæðislánsins), ekki boð um hjálp.

Annað mál, sem virðist vera mál málanna þessa dagana, ísbjarnamál.  Fjöldi manna var að leita að ísbirni a´Hveravöllum.  Já, HVERAVÖLLUM.  Þetta er náttúrulega ekki í lagi.  Hvers vegna í ósköpunum ætti ísbjörn að fara til Hveravalla, til að fara í bað?  Á leiðinni frá sjó til Hveravalla er ekkert að éta nema í sveitunum, ef ísbjörn hefði farið um sveitirnar hefðu bændur orðið varir við hann, þetta er jú enginn köttur!  Einhverjir ferðamenn sáu einhver spor í drullunni kringum Hveravelli, þeir töldu sig þekkja sporin frá heimalandinu.  OK, það eru kannski skógarbirnir þar sem þessir ágætu ferðamenn eiga heima, ég man alla vega ekki eftir að sést hafi til ísbjarna sunnan Eystrasalts.  Ég bara næ ekki upp í svona vitleysu, lögreglan hefur gefið út að vegaeftirlit verði nánast lagt af vegna hækkandi olíuverðs, svo er helling af olíu sóað í svona vitleysu.

Miklu meira síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Margt skrýtið í kýrhausnum.... Ég var t.d. að velta fyrir mér hvort pólskir skógarbinir væru almennt með skeifur? Ég er nokkuð klár að að hestarnir við Hveravelli, í drullu eða ekki, voru allir sem einn með skeifur - jafnvel skaflaskeifur. Var s.s. svona að velta fyrir mér mögulegum muni á fari eftir bjarndýrsþófa og hófdýr á skeifum......

Björg Árnadóttir, 21.6.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 7211

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband