19.10.2008 | 15:02
Þorskastríð, nema það hafi verið þroskastríð?
Halló heimur!
Það vær að bera í bakkafullan lækinn að tala um banka eeeen ég ætla nú samt að gera það, kannski ekki banka heldur bankastarfsmenn eða -mann.
Í Mogganum í dag er heilmikil lesning um eitthvað sem á að hafa frést innan úr bönkunum, þessum sem hrundu, þið munið.
Þetta er athyglisverð lesning á margan máta, margt sem kemur fram um fólkið sem missti vinnuna og hvað það hugsaði á þeim tímamótum. Eitt stakk mig alveg sérstaklega og einhvern veginn er ég ekki hissa á að hrun hafi orðið ef marka má það sem haft var eftir einum stafsmanni. Þó geri ég reyndar ekki ráð fyrir að þetta lýsi þeim öllum. Það var var verið að tala um fólkið sem kom í bankann til að taka út peningana sína án þess að hafa hugmynd um hvað gera ætti við þá. Starfsmaðurinn lýsti ástandinu eins og það væri stríð, eins og þegar bretar komu með herskipin í þorskastríðnu og ráðin voru tekin af fólkinu og sjálfstæðinu ógnað.
Ég er ekki hissa á að þessum starfsmanni hafi verið sagt upp, hann hlýtur að hafa tapað þroskastríðinu. Gangi honum vel í atvinnuleitinni.
Miklu meira síðar...
Um bloggið
Guðmundur Guðmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hlýt að hafa misst af einhverju í þessu "þroska"stríði....
Björg Árnadóttir, 21.10.2008 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.