Ég ætla að vera bankastjóri!!

Halló heimur!

 Mikið hefur verið spugglerað í launum bankastjóra ríkisbankanna sem hafa verið stofnaðir undir heitunum "Nýi"-þetta og hitt.  Athygli mín var sannarlega vakin þegar tveimur af þremur "Nýju"-bönkunum er stýrt af konum.  Það er vissulega vel, ég ætla hins vegar ekki að lítillækka þær ágætu konum með einhverjum "hagsýnuhúsmóður"-líkingum.  Ég get hins vegar ekki annað en upplýst að ég velti því fyrir mér hver laun þessara ágætu kvenna yrðu og hvort karlkyns starfsbróðir þeirra yrði á sömu launum.  Það fréttist í dag að bankastjóri "Nýja"-Landsbankans er með 2,4milljónum LÆGRI laun en bankastjóri "Nýja"-Kaupþings.  Laun bankastjóra "Nýja"-Glitnins hafa mér vitanlega ekki verið gefin upp en sú ágæta kona sór sig í hóp fyrirrennara sinna með því að nota svarið "Ég gef það ekki upp" þegar hún var spurð hver launin væru, skammastín  bara, þú ert í vinnu hjá mér!

 Hitt er svo annað mál að "tími ofurlauna" hjá bönkunum er sannarlega ekki liðinn, eins og viðskiptaráðherra og forsætisráðherra sögðu blákalt við landslýð, kaupþingsstjóri með tuttuguogþrjármilljónirogfjögurhundruðþúsund í árslaun og landsbankastjóri með tuttuguogeinamilljón (uþb.) í árslaun.  Ég geri ráð fyrir að glitnisstjórinn sé með eitthvað svipað.  Þetta fólk er ríkisstarfsmenn, eins og ég, og ég get bara ekki séð að það séu nein rök sem hnígi að því að bankastjórar (forstjórar fyrirtækja í eigu ríkisins) séu með hærri laun en ráðamenn þjóðarinnar.  Ég vil að ráðamenn þjóðarinnar hafi það góð laun að þeir verði ekki keyptir en ég vil ekki að þeir hækki í launum þannig að þeir fái hærri laun en bankastjórarnir.  Ég vil að bankastjórarnir verði lækkaðir í launum, kannski niður í svona níuhundruðþúsund á mánuði (tíumilljónirogáttahundruðþúsund á ári), ég ímynda mér að forstöðumenn annarra ríkisfyrirtækja séu með laun eitthvað í ætt við þá tölu.

Svo þegar einhver svona vitleysa er í gangi segir enginn neitt, Sjálfstæðismenn þegja, Samfylkingin þegir, Framsóknarflokkurinn þegir, allir þegja, nema Jóhanna Sigurðardóttir, áfram Jóhanna!

Ég er allavega alveg steinhættur við að mennta mig meira, ég ætla ekki að fara í rafmangsverkfræði eins og ég hef stundum velt fyrir mér, ég ætla að verða bankastjóri.

Miklu meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Heyr heyr, það er svo sannarlega svo, að það er sami "gamli" rassinn undir þessu liði, þrátt fyrir að bera nöfnin "Nýji-þetta og hitt" :P

Hommalega Kvennagullið, 24.10.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Sammála. Fyrir utan upphæðirnar þá er það algert HNEYKSLI að þeir vogi sér að bjóða þeim ekki öllum sömu launin.

Tek það fram að ég er ekki fúl við bankastjórana sjálfa - þeir þiggja þau laun sem þeim eru boðin - heldur er ég fúl við álfana sem semja við stjórana fyrir okkar hönd um þessi laun!

Björg Árnadóttir, 25.10.2008 kl. 13:25

3 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Þetta beinist ekki gegn þessu fólki persónulega sem er í þessum störfum, heldur hinum sem ráða þau.

Guðmundur Guðmundsson, 25.10.2008 kl. 20:22

4 identicon

Góður punktur. Hvernig er þeirra skilgreiningar á ofurlaunum og jafnrétti eiginlega?

María Huld (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 7139

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband