Rok...

Halló heimur!

Það fór ekki framhjá neinum að það var rok í nótt og meiraðsegja líka í dag.  Við hér á Héraði urðum sem betur fór ekki mikið vör við þetta, utan þess að Lagarfljótsormurinn (skipið sko) var víst við það að losna frá bryggju í höfninni á Egilsstöðum.  Við sluppum semsagt við tjón af völdum roks og rigningar, enda náði rigningin ekki almennilega til okkar. 

Höfuðstaðurinn slapp ekki eins vel, því miður, fólk sér á eftir einhverjum munum vegna vatnstjóns osfrv., einhverjir töpuðu garðstólum, garðborðum og títtnefndum trampólínum.  Eitthvað af trjám rifnaði líka upp eða brotnaði, sem betur fór slysalaust.  Við íslendingar erum oft alveg ótrúlega heppin þegar kemur að náttúruhamförum hvort heldur sem er af völdum veðurs eða móður jarðar þegar hún þarf að laga sig til í bólinu.

Samt vekur alltaf furðu mína þegar það berast trampólínfoksfréttir, garðstóla- og -borðafoksfréttir.  Það er alveg greinilegt að fólk telur sig ekki bera ábyrgð á sínu fjúkandi lausa dóti.  Þetta sama fólk yrði væntanlega ævareitt ef það fengi fjúkandi garðstólasett inn um stofugluggann.  Ég bara skil ekki hvað er að fólki sem ekki getur séð til þess að þetta dót sé fast áður en margumtalað á leiðinni rokið kemur.

Miklu meira síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Það er ekki eins og gusturinn hafi komið neitt sérlega óvænt! Búið að básúna þetta í útvarpinu allan heila daginn og hvar sem maður hitti fólk var þetta rætt. Samt þurfti að kalla út björgunarsveitir í trampólineltingaleik! Svei!!!

Ég þurfti að taka rúnt í garðinum mínum og yfirfara jarðtengingar nýju íbúanna í garðinum (trjánna) Þessi 3 sem ná yfir 1 metra hæð tóku öll á sig heilmikinn vind og sérstaklega eitt var farið að sýna merki um að vera farið að losna. Ég hélt ég þyrfti ekki að staga svona lítið sprek en líklega er það ekki rétt hjá mér.

Og enn blæs hann......

Björg Árnadóttir, 19.9.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband