Ormsteiti, fyrsti pistill.

Halló heimur! 

Það er Ormsteiti á austurlandi, þe. þeim hluta sem telst til Fljótsdalshéraðs.  Það er tíu daga partý með allskonar uppákomum og skemmtilegheitum.

Byrjaði á föstudaginn var með hverfahátíð.  Hverfahátíðin var með öðru sniði en venjulega þar sem írskir snillingar voru með sk. karnival, stundum kallað götuleikhús, mér skilst reyndar að það sé ekki sami hluturinn, nóg um það.  Þetta var bara nokkuð skemmtilegt þó ég hafi saknað kappleikanna milli hverfanna sem voru litlir sem engir. 

Karnivalið gekk svosem alveg upp og svona ýmislegt fleira eins og kappreiðar milli þriggja manna á þríhjólum tilheyrandi karnivalinu og fiðrildis á vespu.  Það er ekki hægt að lýsa þessu, maður varða'veraddna.

Siðan fór öll hersingin niður í Egilsstaðavík, karnivalið og íbúarnir, þar sem gert var margt skemmtilegt til heiðurs Orminum (Lagarfljótsorminum sko).  Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu heldur, maður varða'veraddna.

Svo á laugardaginn var Möðrudalsdagur, við ákváðum að fara ekki þangað heldur setja upp nýjú eldavélina sem við vorum að kaup.  Í Möðrudal er messað á þessum degi og heilmikil hátíð með dansiballi og hundraðmannatónleikum osfrv.  Örugglega mjög skemmtilegt, við fórum í messuna í fyrra en ákváðum sem sagt að fara ekki núna.

Á sunnudeginum eru tónleikar í Hallormsstaðaskógi, að þessu sinni voru það Sniglabandið og Borgardætur ásamt Eyþóri Gunnarssyni og Sigðurði Guðmundssyns sem stigu á stokk.  Ég geri ekki ráð fyrir að nokkur maður hafi verið svikinn af þessum tónleikum, þeir voru barasta nokkuð góðir.

Svo er eitthvað að gerast alla vikuna, allskonar skemmtilegheit daga og kvöld.  Svo lýkur öllu saman um næstu helgi og þá er sko GILL.  Hreyndýraveisla á laugardag, ég er búinn að panta borð á Gistihúsinu, rómó dinner fyrir okkur tvö, eða þannig. 

Miklu meira síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Glæsilegt! Liggur við að maður öfundi ykkur af staðsetningunni! En bara liggur við!

Annars til hamingju með teitið og nýju eldavélina. Góða skemmtun í dinnernum.

Björg Árnadóttir, 18.8.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband