Kárahnjúkar-Laugavellir-Brú

Halló heimur!

 Nú er Verslunarmannahelgin, fólk að tapa sér í umferð, tjöldum, tjaldvögnum, hjólhýsum og hvur veit hverju, kannski drukkið, kannski ofurölvi og ruglað, kannski bara edrú.  Hvernig sem það er vona ég að allir hafi það fínt  og finnist gaman og lífið yndislegt.

Við hjónin brugðum út af vananum, þe. vorum ekki blýföst heima, fórum reyndar ekki neina langferð eða útilegu, heldur skruppum smá hring um nágrennið.

Haldið var í Kárahnjúka, gagngert til að keyra yfir stíflurnar, Desjarárdalsstíflu og Kárahnjúkastíflu.  Höfum að vísu áður farið yfir Kárahnjúkastíflu í rútu áður en hún var fullbyggð, en núna fórum við á eigin bíl.  Það mátti ekki stoppa á stíflunum svo það eru engar myndir til ofan af þeim en við tókum smá video.  Við tókum myndir bæði fyrir og eftir stífluyfiraksturinn.

karahnjukar2

Það var semsagt planið að fara í Kárahnjúka upp úr Fljótsdal, þessa venjulegu leið, og svo heim vestanmengin árinnar og fara í Laugavelli.  Við komumst þangað niðureftir og tókum nokkrar myndir og héldum síðan áfram.  Í Laugavöllum var ekki mikið fólk þegar við komum þangað, útlendingafjölskylda á LandRover og maður með barn og hund á öðrum LandRover, sínu eldri en þeim sem útlendingarnir voru á.  IMG 1844Það er skemmtilegt að koma í Laugavelli, þar er bæjarrúst, gangamannakofi sem byggður er í rústinni og heitur lækur með laug og náttúrulegri sturtu þar sem lækurinn rennur í ána fram af kletti.  Á skilti við bæjarrústina stendur að aðeins einn ábúandi hafi verð að Laugavöllum sem byggðust út úr Brú árið 1900.  Fjölskyldufaðirinn framdi sjálfsmorð eftir fjárfelli og þar með lauk ábúð.  Það er fallegt í Laugavalladal og væri skemmtilegt að fara þangað seinna með tjald og dvelja tímakorn.

Við bröltum síðan slóðann áleiðis til byggða, týndum honum reyndar einu sinni en fundum sem betur fór aftur.  Leiðin lá niður að Brú á Jökuldal, tókum nokkrar myndir og brunuðum svo heim.  Myndin af brúnni er tekin á svipuðum stað og myndirnar sem teknar voru þegar tappinn var rekinn í Kárahnjúkastíflu, sjá IMG 1868 breytthttp://www.2g.is/jokla/.

Vorum heima um hálfáttaleytið og höfðum verið á ferðalagi í fimm og hálfan tíma.  Þetta var mjög skemmtileg ferð, eins og allar aðrar ferðir sem maður fer um ókunnar slóðir í góðu veðri.

Miklu meira síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Hljómar vel. Allt nema sagan um ábúandann. Okkar ferðalag þessa helgina var stærra í sniðum, meira að segja mun stærra en lagt var upp með. Sagan kemur kannski á síðuna mína einhvern næstu daga.

Björg Árnadóttir, 5.8.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband