22.6.2009 | 20:16
Æsseiv...
Halló heimur!
Það er náttúrulega fullseint að spyrja þessara spurninga núna, en ég ætla að gera það samt:
Hvers vegna var ekki látið á það reyna að Bretar, með beitingu hryðjuverkalaga, sætu sjálfir uppi með hræið af Landsbankanum og þar með Æsseiv bullið allt?
Hvers vegna, ef svarið yrði nei, var ekki Bretum og Hollendingum fengið hræið af Landsbankanum og þeir látnir sjálfir um ávöxtun "eignanna" til borgunar reikningseigendum?
Hvers vegna veltu forsprakkar fyrri ríkisstjórnar sér strax á bakið með lappir upp í loft eins og hundar sem gefast upp í slagsmálum, án þess svo mikið að rétta litla fingur til bjargar þjóðinni?
Í fréttum í dag var sagt frá því að lánshæfi Íslands væri að nálgast ruslafötu matsfyrirtækjanna. Hvað gerist þá? Koma Hollendingar og Bretar og hirða eignir íslensku þjóðarinnar upp í Æsseivskuldir? Hvað gera Heilög Jóhanna og Steingrímur á Móti þá? Hækka skatta og lækka laun til að veita þjóðinni endanlega náðarhöggið?
Ég bara SPYR!
Miklu meira síðar...
Um bloggið
Guðmundur Guðmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.