9.3.2009 | 22:58
Farinn...... úr glerhúsinu?
Halló heimur!
Davíð er farinn, Geirharður er farinn, Guðni er farinn og nú er Imba Solla líka farin.
Hver ætli sé þá eftir í forystu stjórnmálaflokka sem voru við líði á meðan við eyddum lánsfénu? Jú, Addi Kitta Gau og Steingrímur á móti. Það er svo furðulegt að Steingrímur breyttist hratt úr "á móti" í "semi með".
Það er gamla sagan að þegar stóll er í vændum, hvað þá nú fastur í hendi, breytist hljóðið hratt í strokknum, í staðinn fyrir ískur og marr kemur lágur niður sem enginn heyrir.
Svo kemur allt í einu upp úr kafinu að andkvótasinninn Addi á sjálfur kvóta (las ég það ekki einhversstaðar annars?).
Strákar, þið verðið að passa ykkur á að kasta grjóti í glerhúsi, það er aldrei að vita hvað gerist.
Svo vilja þessir menn að mark sé tekið á þeim!?
Miklu meira síðar...
Um bloggið
Guðmundur Guðmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst nú margir bardúsa óvarlega í glerhúsum svona yfirleitt....
Björg Árnadóttir, 10.3.2009 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.