Hver er þessi Davíð?

Halló heimur!

Hver er þessi Davíð sem allir eru að tala um?

Það er ekki um annað talað en að einhver Davíð sé ástæða þess að komin er ný ríkisstjórn, sem var víst mynduð um það eitt að reka hann úr vinnunni.

Eitt stærsta fyrirtæki Íslands var sett í greiðslustöðvun í dag.  Mér fannst það reyndar skrítið, ef marka má fréttir, hafi þetta fyrirtæki boðist til að greiða allar sínar skuldir, reyndar á lengri tíma en gert var ráð fyrir.  Hræið af Landsbankanum sagði nei, brot upp í skuldir er betra en öll skuldin á lengri tíma.  Ég er náttúrulega ekki sprenglærður peningamaður en ég vildi gjarnan að Landsbankinn gerði sig ánægðan með brot upp í mínar skuldir við hræið, en nei, ætli það.  Svo er sagt að einhver Davíð hafi sagt að fyrirtækið skyldi fara á undan sér...

Svo er alltaf verið að tala um Davíð og Seðlabankann í sömu setningunni, á þessi Davíð Seðlabankann?  Nei, það mun ekki vera svo, ég á víst Seðlabankann, að vísu í félagi við uþb. 330.000 aðra íslendinga.  Hvers vegna snýst þá allt um þennan Davíð?, er hann ekki starfsmaður í Seðlabankanum?  Ef svo er, er hann þá ekki í vinnu hjá mér og hinum 330.000 eigendum bankans? 

Miklu meira síðar...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Þú ert greinilega stútfullur af kolröngum misskilningi! Sko, Seðlabankinn er og hefur alltaf verið eins konar aðlögunarstöð fyrir aflóga pólitíkusa áður en þeir hætta að skipta sér af okkur hinum. Þetta er gert svo þeim líði ekki illa og fái ekki eins konar fráhvörf eftir áralanga "þjónustu" við okkur almúgann. - Skiluru?

Einhvers staðar verða líka vondir að vera!

Björg Árnadóttir, 5.2.2009 kl. 20:28

2 identicon

Kallgarmurinn á bara eftir að gera svo mikið, þjónusta okkur og svoleiðis. Það verður nú notalegt þegar hann er búinn að þessu öllu og hægt verður að skrifa nýja útgáfu af Palla s.s.:

Davíð einn í heiminum!

Ingimundur Bergmann (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband