Stjórnarkreppukreppa

Halló heimur!

 Jæja, þá er búið að mynda nýja ríkisstjórn og er það í sjálfu sér vel.  Þetta hefur legið í loftinu síðan nánast síðan að hrunið varð.  Þá er bara eftir að koma stjórn Seðlabankans út.  Það þarf að gera þeim sem þar sitja grein fyrir að þeir eigi að standa upp úr stólum sínum og ganga út.  Þeir eiga líka að afsala sér biðlaunum og hvað allar þessar sporslur heita sem þeir eiga að fá.  Jæja, allt í lagi, borgum þeim 3ja mánaða uppsagnarfrest gegn því að þeir standi upp ekki seinna en nú þegar.

 Mér var annars mjög skemmt um daginn þegar ljóst var að Samfylking og Vinstri grænir myndu mynda ríkisstjórn undir forystu Jóhönnu Sigðurðardóttur.  Ekki vegna Jóhönnu heldur vegna þessa að Steingrímur á móti hafði gengið í gegnum umbreytingu, hann stóð að baki Jóhönnu, brosandi nokkuð, og var orðinn orð- og grandvar stjórnmálamaður sem hélt öllu opnu.  Semsagt, eygði stól og gleymdi um leið öllum stóru orðunum sem hann hafði sjálfur látið falla í sjónvarpsviðtali örskömmu áður.  Ég spyr:  Hvað hefur breyst?

Þetta er jú bara gamla sagan, stjórnmálmenn rífa sig hver upp í annan (sem er þeirra hlutverk) en hætta því snarlega þegar þeir geta komist að kjötkötlunum.  Athugið það að þessi maður er nú orðinn fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Til að sýna að þrátt fyrir allt var dagurinn í dag mjög fallegur setti ég inn mynd sem tekin var ofan af Fjarðarheiði, austanmegin í átt til Snæfells.

Miklu meira síðar... 

IMG_2323


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Gummi

Já, hann er ekki einhamur hann Steingrímur og á greinilega mun auðveldara með að skipta um hlutverk en karlanginn hann Davíð. En nú er Grímur kominn í hvalinn en vonandi ókvalinn þó!

Alltaf er fallegt þarna fyrir austan

Ingimundur Bergmann, 9.2.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband