24.12.2008 | 10:57
Jólablogg.
Halló heimur!
Ég óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og friðar um hátíðarnar.
Ég vil beina orðum mínum líka til þeirra sem vart eiga málungi matar um jólin að hinn sanni jólaandi felst ekki peningum, hann felst í gæðasamverustundum fjölskyldunnar. Það er sárt að geta ekki gefið gjafir þeim sem manni þykir vænst um en eitt faðmlag, stuðningur og samhjálp eru líka góðar gjafir sem kosta ekkert.
Við sem þjóð þurfum að ganga til þeirra verka sem vinna þarf til að komast út úr kreppunni, hlúa að þeim sem hlúa þarf að og passa að enginn líði skort. Við þurfum að gera þetta með óbilandi bjartsýni að vopni, svartsýnin gerir allt erfiðara.
Ég ítreka að lokum óskir mínar um gleðileg jól og frið, til handa öllum heimi.
Miklu meira síðar...
Um bloggið
Guðmundur Guðmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðileg jól sömuleiðis. Hafið það sem allra best öll sömul þarna fyrir austan!
Björg Árnadóttir, 26.12.2008 kl. 19:17
Kæri Gummi og frú.
Mínar bestu óskir um gleðilegt ár, bið að heilsa sem flestum á HSA.
Fjóla Björnsdóttir, 1.1.2009 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.