7.12.2008 | 11:22
Eskifjarðarfrostrósafjöld.
Halló heimur!
Við hjónin fórum í gærkvöldi á tónleika Frostrósa í Eskifjarðarkirkju.
Að þessu sinni voru það Margrét Eir, Hera Björk, Guðrún Árný, Edgar Smári og Jóhann Friðgeir sem fluttu dagskrána.
Það fór ekki mikið fyrir Edgari Smára, hann gerði það vel sem hann gerði. Mér fannst eins og Jóhann Friðgeir væri ekki vel upplagður, fannst eins og þetta væri erfitt fyrir hann. Þetta slapp þó til, en eiginlega ekkert meira en það. Guðrún Árný hefur mér alltaf fundist sérstök söngkona, með sinn hýpersópran dauðans, veit reyndar ekki hvað svona há og mjó sópranrödd er kölluð. Hún komst ágætlega frá sínu. Hera Björk klikkaði ekki frekar en venjulega, alltaf sama öryggið. Margét Eir kom verulega á óvart, ég hef ekki verið neitt sérstaklega hrifinn af henni sem söngkonu, hefur alltaf fundist eitthvað vanta uppá. Þarna hins vegar, vantaði ekkert uppá, flutningur þeirra Heru Bjarkar á Helga nótt var hreint út sagt frábær, fór reyndar hægt af stað, en það gleymdist fljótt.
Ég verð reyndar að minnast aðeins á búninga. Þegar þær stöllur gegnu á sviðið hélt ég að Margrét Eir vær meira en lítið veik, eignlega fárveik. Hún er ljóshærð þess dagana og var í bleikum kjól og að því er mér fannst var greiðslan svona eins og hún væri nýstaðin upp úr rúminu. Konan leit eiginlega út eins og liðið lík. Um miðbik tónleikanna skiptu þær um kjóla og Margrét Eir kom fram í svörtum kjól og með betri greiðslu, allt annað sjá hana, mun lífvænlegri á svip.
Krakkarnir úr Kársneskórnum og Barnakór Egilsstaðakirkju stóðu sig vel, eins og alltaf. Hljómsveitin stóð sig líka vel.
Þegar á heildina er litið var þetta frábært kvöld, eftir að maður jafnaði sig á sjúkleikasjokkinu í byrjun.
Miklu meira síðar...
Um bloggið
Guðmundur Guðmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jammogjá.... Ég vissi nú ekki að þú værir mikið á tískusviðinu En viðurkenni fúslega að klæðaburður gefur manni alltaf einhverja ímynd og ekki heppileg þessi sem þú fékkst af fraukunni.
Við Siggi fórum á þessa tónleika í Höllinni fyrir síðustu jól og vorum lítið hrifin. Ég get hins vegar vel gert mér í hugarlund að þeir virki betur í kirkjum landsins. Slæmt að heyra að Jóhann Friðgeir hafi ekki skilað góðu verki - hann getur nefnilega heilann helling. Manst kannski að hann söng í brullaupinu okkar forðum daga?
Björg Árnadóttir, 15.12.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.