Spara, á kostnað landsbyggðar?!

Halló heimur!

 Það er verið að berjast við að spara, hvenær er þörf á að spara ef ekki einmitt núna?

Jú, það á að spara, spara í heilbrigðismálum, útvarpsmálum, vegamálum og hvurveitekkihvaðamálum.  Hún Jóhanna mín (Sigurðardóttir) stendur á móti sparnaði í sínum málaflokki og segir, réttilega að mínu mati, að það eigi þvert á móti að auka útgjöld.  Það á auðvitað eftir að koma í ljós hversu miklum fjölda fólks þarf að hjálpa að draga fram lífið.

Það stefnir allt í töluvert atvinnuleysi, samt er ríkið að draga úr framkvæmdum, vona þó að það sé bara tímabundið, vona innilega að settir verið á stað stórir vegavinnuflokkar, svo dæmi sé tekið, með rísandi sól.  Ríkið og sveitarfélög eiga að framkvæma eins mikið og hægt er og helst meira núna til að fólk geti fengið vinnu.  Það er skondið að þegar á að spara er skorið niður í framkvæmdum á landsbyggðinni.  Frægt er dæmið um veginn á Barðaströndinni sem bæði er skorinn niður vegna þenslu og samdráttar.  Hvaða þensla ætli hafi annars verið á Barðaströnd?

Svo tekur gersamlega steininn úr þegar spara á hjá Rúv.  Það er byrjað á að loka svæðisstöðvunum.  Þetta er kannski svona "skiptir ekki máli, það hlustar hvort eð er enginn"-hagfræði hjá útvarpinu.  Ég veit að svæðisútvarpið á austurlandi á sér tryggan hlustendahóp sem og auglýsendahóp.  Maður gat fylgst með fréttum af svæðinu, hvernig fólk hefur það í kringum mann, og verslanir og fyrirtæki augýstu töluvert.  Auglýsingar af austurlandi munu tæplega heyrast í auglýsingaflóðinu frá reykjavíkursvæðinu.  Ég er nokkuð viss um að fyrirtæki hér austanlands munu minnka auglýsingar sínar verulega og Rúv missa enn meiri tekjur fyrir vikið.  Ég er viss um að þessu sé svona farið líka annarsstaðar á landinu.  Það kostar auðvitað helling að reka svæðisútvarpið, en mætti ekki láta landsbyggðina njóta vafans einu sinni?, kannski má ekki sparka einhverjum í aðalstöðvum Rúv ef hægt er sparka einhverjum úti á landi?  Býr annars nokkur utan reykjavíkursvæðisins?

Ég skora því á menntamálaráðherra að spara annarsstaðar og leyfa okkur að hafa svæðisútvarpið.

Miklu meira síðar...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Veit ekkert um svæðisútvörpin en tek orð þín fyrir þessu. Botna reyndar ekkert í því að Ríkið sé að reka mannskap núna. Fólkið fer þá beint á bætur og þær þarf ríkið að borga án þess að fá nokkuð fyrir sinn snúð. Skrýtin hagfræði þarna!

Björg Árnadóttir, 30.11.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Rúnar og María

Nákvæmlega það sem ég var að hugsa, Björg og alveg sammála þér, Gummi.

Rúnar og María, 1.12.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband