Bökumsamansnúningur

Halló heimur!

Jæja þá er draumurinn búinn.  Hvert er svo sótt?  Jú, einmitt, í óendanlega djúpa vasa skattgreiðenda. 

Ég spyr nú bara:  Hvað eru eigendur bankanna að hugsa?  Af hverju koma þeir ekki að björgun þessara fyrirtækja?  Ef ég ætti fyrirtæki sem ég væri búinn að þenja út og skuldsetja langt úr yfir allt velsæmi, hirða úr fyrirtækinu hundruð milljóna í eigin vasa, myndi ég þá geta farið í vasa skattgreiðenda?  Ég er ekki viss, mér þykir það ólíklegt.

Ég er svo "heppinn" að eiga ekki mikla peninga í banka, bankinn á hinsvegar umtalsverða peninga hjá mér.  Ég keypti mér hús fyrir fjórum árum, átti rúmlega tvær milljónir (já ÁTTI, á þeim tíma nánast skuldlausar tvær milljónir).  Þetta voru auðvitað peningar sem ég fékk út úr íbúð sem ég (við) áttum.  Ég fór í bankann sem ég hafði skipt við í 20 ár og fékk lán fyrir því sem á vantaði.  Ég þorði ekki í gjaldeyrislán, sem betur fer.  Samt er staðan sú að innan skamms tíma verður lánið búið að éta upp milljónirnar mínar tvær.  Bankinn, sem nú er búið að setja á hausinn, á semsagt húsið mitt, sem ekki er einusinni hægt að selja því enginn fær lán.  Selur kollhnístur bankinn kannski ofanaf mér húsið fyrir klink til að reyna að rétta kollhnísinn af?  Ekkert er öruggt í heiminum, það veit ég vel, en samt...

Kannski tapa ég þessum fáu krónum sem ég á í bankanum, líka það sem ég hef safnað með smáframlagi mánaðarlega.  Það verður þá bara að hafa það, þetta eru jú "bara peningar".   Er það viðhorfið sem ríkt hefur?, "bara peningar"?  Maður gæti svosem alveg ímyndað sér það þegar maður hugsar til baka til sjálftökuliðsins sem vaðið hefur uppi.  Og landsfeðurnir, ríkisstjórnin, hefur flotið sofandi að feigðarósi eins og Steingrímur á Móti hefur verið að segja allt þetta ár.  Kannski er hann bara eini maðurinn sem hugsar af viti?  Maður hefur séð mörg fréttamyndskeið þar sem forsætisráðherra hefur verið spurður um aðgerð og hann hefur hælt sér af því að ná árangri með því að "gera ekki neitt".  Innheimtufyrirtæki hefur auglýst mikið "ekki gera ekki neitt", forsætisráðherra hefði kannski átt að hlusta á það.  Þetta allt er vissulega ekki forsætisráðherra að kenna, síður en svo, hann er hins vegar í vinnu hjá þér og mér og öllum öðrum íslendingum. 

Nú segir þessi sami ráðherra að "snúa eigi bökum saman".  Hann þarf væntanlega ekki að hafa áhyggjur af því að missa vinnuna, eða hvað, krefjast íslendingar afsagnar þessara manna sem leyfðu þessu öllu saman að fara til helvítis?  Nú vilja þessir menn "lágmarka skaðann" eins og þeir kalla það.  Stýrivextir hafa ekki lækkað, það er það sem þarf að gera til að halda atvinnulífinu gangandi.  Tími okurvaxta er liðinn.  Einhverntíma var sagt að betra væri að fá litla skatta frá fyrirtækjum en enga.  Ef fyrirtækin ganga ekki vegna okurvaxtastefnu, koma engir skattar.   Hvað skýldi það annars þýða?  Jú, laukrétt, þá fer þjóðarbúið lóðbeint á hausinn.  Þá getur væntanlega sjálftökuliðið komið og lagt fram aurana sína til bjargar okkur.  Nei annars, ætli þeir verði ekki bara farnir eitthvert annað?

 Miklu meira síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Maður er nú bara svo standandi þverbit á þessu öllu saman að maður veit ekki hvernig maður á að snúa!

En rétt er það að þrátt fyrir að hafa ekki verið sérlega mikill skoðanabróðir (-systir) Grímsa Joð þá má hann eiga það að hann hefur verið að tuða um þessar aðgerðir útí eitt undanfarið ár ef ekki meira. Betur að einhver hefði hlustað á hann eitthvað örlítið fyrr!! Ætli maður endi ekki með því að leggja eyrun eilítið betur við þegar hann opnar munninn næst!

Björg Árnadóttir, 7.10.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband