Ferðafrík...

Halló heimur!

Í gær var síðasti frídagurinn okkar og við ákváðum að fara í ferð.  Ekkert mjög langa, en skemmtilega samt.

Leiðin lá í gegnum Hallormsstaðaskóg inn í Fljótsdal, nánar tiltekið norðurdalinn þar sem Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) er.

Fyrst stoppuðum við þó við brúna yfir Gilsá og skoðuðum steinbogann.  Við höfum farið milljónsinnum þarna yfir en aldrei skoðað bogann.

Síðan var haldið áfram inneftir að Fljótsdalsstöð og þar áfram eftir gömlum vegi sem liggur alveg inn fyrir Egilsstaði í Fljótsdal.  Við vildum ekki keyra gegnum hlaðið á Egilsstöðum svo við fórum yfir brúna á Jökulsá og austan megin árinnar eftir gömlum vegi eins langt og fýsilegt þótti.  Vegurinn endaði í hlaðinu á eyðibýli sem ég veit því miður ekki hvað heitir.  Dalurinn er þröngur og fjöllin há beggja vegna, það er eiginlega ekki laust við að maður fái smá innilokunarkennd þegar maður virðir fyrir sér bæina sem standa þarna innst í dalnum hvor gengt öðrum með ófæra Jökulsá á milli.  En það á eftir að breytast, Jökulsá í Fljótsdal verður beisluð í sumar þegar Hraunaveita kemst í gagnið, en þar eru Jökulsá og Kelduá beislaðar til að sjá Fljótsdalsstöð fyrir vatni meðan hækkar í Hálslóni, sem geymir vetrarforðann.

Maður veltir fyrir sér hvernig hefur verið að búa hér að vetri til.

 Miklu meira síðar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ótrúlegt hvað maður fer oft langt yfir skammt og skoðar ekki það sem næst manni er eða það sem er að sjá á leiðinni sem maður fer. Þessi steinbogi er t.d. mjög fallegur og þess virði að stoppa og skoða hann.

Samúðarkveðjur að sunnan vegna sumarfrísloka.

Björg Árnadóttir, 14.7.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband