22.5.2008 | 22:27
Að ná nýjum hæðum...
Halló heimur!
Fréttamenn hafa fundið nýjan frasa: "Að ná nýjum hæðum". Olíuverð, yfirdrættir, vextir, stýrivextir osfrv. Allt er að ná "nýjum hæðum" eða "áður óþekktum hæðum".
Það eina sem ekki virðist "ná nýjum hæðum" er hugmyndaauðgi þeirra sem skrifa fréttir. Þegar maður heyrir um "nýjar hæðir" liggur við að maður slökkvi á útvarpinu, sjónvarpinu og tölvunni. Og jafnvel hendi blöðunum, þessum fáu sem maður kaupir eða man eftir grípa með sér úr búðinni.
Reynið þið nú að "ná nýjum hæðum" í hugmyndaauðgi og ritsnilli.
Miklu meira síðar...
Um bloggið
Guðmundur Guðmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður getur stundum fengið nýjar hægðir við að heyra orðaforða og orðskrýpi fréttamanna.
Björg Árnadóttir, 23.5.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.