20.5.2008 | 20:41
SundabrautargangaLónspælingar.
Halló heimur!
Eins og þau bæði vita sem lesa þessar hugleiðingar mínar er ég áhugamaður um samgöngumál. Hef áður skrifað eitthvað smávegis um þau.
Ég ætla nú að skrifa einn pistil til um þau mál, ekki þó aðallega um þann landsfjórðung sem ég bý í, og þó.
Í Mogga um liðna helgi skrifaði fyrrum vinnuveitandi minn gegn sundagöngum sem þeirri leið sem Sundabraut skuli fara. Hann talar um Vegagerðina og þær auka 9.000.000.000 (níu og níu núll=9milljarðar) krónur sem göng kosta umfram svokallaða eyjaleið. Hann hefur margt til síns máls eins og ævinlega enda alls enginn bjáni. Ég get í sjálfu sér verið sammála honum um að spara þessa milljarða ef ég fæ þá hingað austur í Lónsheiðargöng eigi síðar en núna strax!
Ég hef fullan skilning á mikilvægi Sundabrautar og skil eiginlega ekkert i því að ekkert skuli hafa verið gert í málinu. Sú framkvæmd snertir alla landsmenn, Reykjavík er jú höfuðborg allra landsmanna, líka okkar sem búum ekki lengur þar. Þetta er náttúrulega erfitt mál, það þarf að sætta mörg sjónarmið, umhverfismat, morgunmat, hádegismat, kvöldmat og hvurveitekkihvaðamat. Einhver þarf svo á endanum að taka ákvörðun, væntanlega einhver pólitíkus sem varla þorir að taka af skarið af ótta við atkvæðatap í næstu kosningum. Þó er ég nokkuð viss um að Kristján L. ráðherra samgöngumála fengi góðan slump atkvæða í sínu kjördæmi (NorðAusturkjördæmi) ef hann tæki nú af skarið og léti hætta við það dómadagsbull að malbika Þvottár- og Hvalsnesskriður (uþb. 150.000.000kr) og nýtti þá peninga í undirbúning Lónsheiðarganga og byrja að bora á næsta ári.
Miklu meira síðar...
Um bloggið
Guðmundur Guðmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.