15.5.2008 | 20:30
Skógarhöggsbull og fleira gott...
Halló heimur!
Skaflinn góði hvarf loksins svo á mánudaginn var gat ég farið í langþráð skógarhögg. Sótti keðjusögina út í skúr og framlengingarsnúrurnar, stakk í sambandi við þvottavélartengilinn og spændi niður >25 metra af limgerði og eina dauða ösp.
Þetta var nú allt gott og blessað, ef frá er talin vinnan við að koma þessu öllu saman burt. Nágranninn handan limgerðisins var svo ánægður með framtakið að hann kom með kerruna sína og keyrði ruslið burt. Hann á allar þakkir og fallegar hugsanir skyldar fyrir það. Síðan hefur ekkert gerst merkilegt, grasið grænkar hægt, hitinn aftur kominn langleiðina niður í frostmark.
Héðan af getur þetta bara lagast.....
Miklu meira síðar...
Um bloggið
Guðmundur Guðmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Engar myndir??
Björg Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.