Ég er slúbbert...

Halló heimur!

Í dag er dagur verkalýðsins, 1. maí, og maður setur sig í kommúnískar stellingar og hjartað æpir hástöfum "Öreigar allra landa sameinist!".  Svo skoða ég í veskið mitt og sé þar Visakort, veltukort, orkukort og hvurveithvaðakort. 

Svo hugsa ég um það sem ég er að fara að gera á eftir, syngja með kórnum, ma. Nallann.  Ég komst nefnilega að því að þeir sem eru með mér í kórnum, af eldri kynslóð, kunnu textann og lagið afturábak og áfram og gátu gert athugasemdir við textann sem við fengum afhentan.  Ég komst um leið að öðru, nefnilega því að ég kunni hvorki textann né lagið almennilega.  Í framhaldi af því hef ég hugsað nokkuð mikið um hvað við eigum þessu fólki mikið að þakka, þessu fólki sem með blóði svita og tárum byggði upp það þjóðfélag sem nú reynir að gleyma þessu sama fólki eins hratt og hægt er, pakkar því inn á stofnanir til að þurfa ekki að hugsa um það.  Í tíð þessa sama fólks var ekki hægt að setja eldra fólkið á stofnanir, börnin þurftu að hugsa um það.  Gamla fólkið gaf unga fólkinu allt sem það hafði byggt upp.

Gamla fólkið í nútímanum gaf okkur þau lífskjör sem við búum við.  Við vælum undan vöxtum, bensinverði, matarverði osfrv.  Margt af gamla fólkinu þurfti að berjast fyrir því smálega sem við köllum sjálfsagt.  Margir höfðu ekki efni á húsnæði, bílum, mat osfrv., en með eljusemi, baráttu og útsjónarsemi tókst einhvernveginn að draga fram lífið, kannski koma upp stórum hópi barna við aðstæður sem við getum ekki einu sinni gert okkur í hugarlund.

Þessi sama barátta er ekki til í dag.  Samtakamátturinn er ekki til í dag.  Í dag eru kortatímar, yfirdráttartímar, jeppatímar.  Samtakamátturinn er horfinn í kortahítina, neysluhítina.  Íslendingar vinna mikið, framleiða lítið, amk. mun minna en aðrar þjóðir, kaupa mikið og þykjast stoltir af ríkidæmi sínu.

Því segi ég:  Ég er slúbbert að kunna ekki Nallann almennilega.  Að geta ekki sungið baráttusöng öreiganna sem gáfu mér líf mitt og þar með sýnt þeim þá virðingu sem þeim ber á degi verkalýðsins. 

 Miklu meira síðar...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Þú ert væntanlega búinn að redda þessu með Nallann.

Já, við vælum og skælum - við kunnum ekki annað.....

Björg Árnadóttir, 3.5.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband