Vogaafleggjarabrautin....

Halló heimur!

 Í morgun varð enn eitt slysið á Reykjanesbrautinni við Vogaafleggjarann.  Það er nú eiginlega bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn eitt bloggið um þessi vegamót.

Ég ætla ekki að skamma Vegagerðina, ekki framkvæmdaaðilann sem fór á hausinn eða neinn þeirra aðila sem vissulega bera ábyrgð á ástandinu það þessum fjölfarna vegi.  Ég ætla heldur ekki að bera blak af neinum sem þessara aðila.

 Ég ætla að skrifa um fólkið sem fer þarna um.  Ég hugsa vel til allra þeirra sem þarna hafa lent í slysum og eiga mislanga leið til bata, vona sannarlega að allir geti orðið samir eftir.

Þrátt fyrir þetta get ég ekki orða bundist lengur, það vita allir hvernig ástandið er þarna.  Það þarf að fara varlega þarna um, að maður tali nú ekki um þegar færðin er eins og hún var í morgun, snjór og hálka.  Það virðist nefnilega stundum ekki skipta fólk máli hvernig færið er, útsýnið eða umhverfið.  Ég var fyrir nokkru fyrir sunnan á leið heim frá Reykjavík, ætlaði austur um suðurland þar sem sú leið hugnast mér betur en norðurleiðin með öllum sínum heiðum og hásléttum.  Þegar ég kem í Hveradali versna skilyrði til mikilla muna, það er skafrennignur og oft mjög blint.  Ég ek lengst til hægri á veginum og hægi ferðina niður í 70-80km þar sem ég taldi ekki öruggt að aka hraðar við þetta takmarkaða útsýni, skyndilega ekur jeppi fram úr mér hægra megin.  Hann var greinilega að flýta sér svo mikið að hann varð að fara röngumegin framúr mér. 

Ég velti því stundum fyrir mér hvað fólk sem gerir svona er að hugsa, ég velti því líka fyrir mér hvað fólk sem ekur alltof hratt um Vogavegamótin er að hugsa.  Það vita allir að þessi kafli á Reykjanesbrautinni er hættulegur, þarna þarf að sýna sérstaka aðgát.   Þrátt fyrir alla þá umfjöllun sem hefur verið um klúðrið sem vissulega varð á framkvæmdinni virðist fólk ekki vera að velta þessu fyrir sér, mér finnst það furðulegt.

Svo fyrst ég er byrjaður að tala um samferðamenn mína á vegum landisins ætla ég að minnast á 2+1 veginn í Svínahrauni.  Mér finnst þessi vegur fínn, ég myndi frekar vilja 2+2 veg, en þetta er góð byrjun.  Það sem mér finnst skrítið er þörfnin sem margir fá til að fara framúr rétt aður en akreinarnar sameinast í eina.  Þetta hefur iðulega gerst þegar ég hef farið þarna um, menn fara framúr á síðustu stundu og væntanleg eru þeir meiri töffarar sem eru tæpari á að sleppa.

Ökumenn, við berum ábyrgð á eigin hegðun í umferðinni.

Miklu meira síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Æ..... sumir eru bara svona. Þýðir t.d. ekkert að miða vegmerkingar við að allir séu með sitt á tæru. Nauðsynlegt að merkja allt m.v. þessa sem eru að gera allt annað en að keyra - þó þeir séu undir stýri!

Bestu kveðjur úr Vogasnjónum.

Björg Árnadóttir, 9.4.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

'Eg er svo hjartanlega sammála þessu með sjálfsábyrgðina.   Góð færsla.

Fjóla Björnsdóttir, 10.4.2008 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband