22.3.2008 | 15:12
Bora.....
Halló heimur!
Nú um stundir er búið að bora göng frá Siglufirði í Héðinsfjörð. Þá er bara að klára úr Héðinsfirði í Ólafsfjörð. Þetta er nú alltsaman gott og blessað, það verður þá auðvelt að fara frá Siglufirði, eins og krakkarnir sögðu sem talað var við í sjónvarpsfréttatíma í árdaga Héðinsfjarðarganga.
Héðinsfjarðargöngin eru gott dæmi um íslenska pólítík. Einhverjir þingmenn og ráðherrar ákveða að gera eitthvað til að tryggja sér atkvæði og fá svo einhverja fræðinga til að reikna sig að einhverri þolanlegri niðurstöðu sem hægt er að selja almenningi.
Ég er ekki á móti veggöngum, ég vil endilega að menn bori eins mikið af göngum og mögulegt er, þó innan þess ramma að umferð sé nokkur á því svæði sem grafa á göngin. Nú þegar þetta er ritað hafa 112 bílar farið (frá miðnætti skv vef Vegagerðarinnar) um veginn milli Fljóta og Siglufjarðar. Hvað skyldu margir af þeim hafa farið um Héðinsfjarðargöng? Það er ekki gott fyrir mig sem "áhugamann um umferðarmannvirki" að segja til um það. Kannski hafa Fljótamenn fjölmennt til Siglufjarðar í dag?, ekki myndu þeir nota Héðinsfjarðargöng til þess. Kannski hafa 25 bílar Fljótamanna farið leiðina, það þýðir þá væntanlega að 50 af þessum 112 ferðum sem farnar hafa verið hefðu ekki farið um Héðinsfjarðargöng. Eftir eru 62 ferðir, kannski eru þar 30 bílar að koma að sunnan heim á Sigló. Eftir eru 32 ferðir sem gætu hafa notað göngin góðu, eru það nógu margir bílar til að réttlæta göngin?
Rétt að láta nokkrar aðrar tölur fylgja:
Fjarðarheiði, sama heimild, sami tími: 194 bílar (ferðir).
Fagridalur, sama heimild, sami tími: 527 bílar (ferðir).
Víkurskarð, sama heimild, sami tími: 712 bílar (feðir).
Rétt er að minna á að þetta er ritað á laugardegi fyrir páska.
Miklu meira síðar...
Um bloggið
Guðmundur Guðmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það vissu allir sem vita vildu að Héðinsfjarðargöng voru eins nálægt óþarfa og hægt er að komast.
Björg Árnadóttir, 30.3.2008 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.