Heima er skást?

Halló heimur!

Ég er kominn heim aftur.  Lagði af stað á fimmtudaginn, kom heim á föstudaginn.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég kemst ekki heim á einum degi eftir að ég flutti austur á land.  Svona getur íslenskur vetur farið með mann.

Ég sat og borðaði kornflexið mitt í morgun, drakk einn kaffibolla og las blöðin í gær og í dag, þau komu nefnilega saman seint í gærkvöldi, annar "kostur" þess að búa úti á landi.  Í blaði fann ég lítinn pistil um að einhverjir bloggarar hefðu sett fram þá hugmynd að lýsa yfir sjálfstæðu ríki á vestfjörðum.  Þetta varð til þess að ég hugsaði svona 13 ár aftur í tímann (vá er svona langt síðan), til þess tíma þegar snjóflóðin urðu á vestfjörðum.  Þetta voru skelfilegir atburðir sem höfðu margvíslegar afleiðingar fyrir fólkið í landinu.

Ég minnist þess að hafa rætt þetta lauslega við einn þáverandi vinnufélaga minn, sem ætíð hafði lausn allra mála á reyðum höndum.  Málið var einfalt í hans huga: Bara flytja þetta lið allt saman suður til Reykjavíkur, þetta væru hvort eð er afætur, það þyrfti að moka peningum í "þetta lið" sem byggi þarna utan við mörk hins byggilega heims.  Mér var nokkuð brugðið við þetta og reyndi að malda í móinn, en málið var leyst hvað sem ég segði, klippt og skorið, flytja "þetta lið" suður.

Ég hef stundum hugsað um þetta í seinni tíð.  Það er nefnilega þannig að þetta viðhorf er mjög ríkjandi og þó nokkuð almennt:  Hvaaah?, býrðu á Egilsstöðum?, ertekkaðflytjasuður?  Nei, ég er ekki að flytja suður, ég er með ágæta vinnu, þokkalegt húsnæði, mig vantar sem sagt eiginlega ekki neitt.  Hef ekkert suður að sækja, nema auðvitað restina af fjölskyldunni, maður saknar stundum þess að geta ekki skotist heimsókn til skyldfólksins.  Það verður hins vegar að hafa það, maður verður bara að gera það þegar leið liggur suður.

Hvað varðar þetta með sjálfstæði vestfjarða, þá gætu vestfirðir sjálfsagt plumað sig ágætlega, ég er hins vegar ekki viss um að restin af landinu myndi nokkuð græða á því.  Ég held að restin af landinu myndi tapa.  Það er nefnilega þannig að þó stundum gangi illa á vestfjörðum þá leggja þeir mikið til okkar hinna.  Þetta á líka við aðra landshluta.

 Miklu meira síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Nebblea!

Björg Árnadóttir, 10.3.2008 kl. 22:23

2 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Blessadur. Gaman ad heyra frá thér svona í bloggheimnum. Bid ad heilsa öllum á Héradi.

Fjóla Björnsdóttir, 11.3.2008 kl. 14:58

3 identicon

Flytja til Reykjavíkur....piff... ekkert þangað að gera.... hehe

MIG (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 00:10

4 identicon

gleymdi einu í fyrri athugasemd... tengillinn á aumingja krakkann virkar ekki :)

Krakkagreyið (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband