17.2.2008 | 10:12
Balkanskagasjálfstæðisandarstandur
Halló heimur!
Í dag er dagurinn, eða á ég heldur að segja DAGURINN. Í dag er dagurinn sem íbúar Kósóvóhéraðs hafa beðið eftir. Í fréttum getur maður lesið að íbúar héraðsins hafi dansað og sungið á götum úti í nótt. Ég get alveg skilið gleði fólksins, það hlakkar til stundarinnar sem búið er að tala um síðan fyrir áramót, stundarinnar þegar lýst verður yfir sjálfstæði héraðsins. Það á semsagt að gerast í dag.
Hvað svo? Gerist þessi merkisatburðir þá fara serbar í fýlu og rússar. Skyldi Pútín nota meðul forvera sinna, sinna gömlu yfirmanna, og ráðast inn og hjálpa vinum sínum serbum að berja endanlega niður andstöðu í héraðinu? Hver veit, allavega hafa serbar lofað hátíðlega að gera ekkert nema beita efnahagsþvingunum, tilhlökkunarefni, ekki satt? Pútín virðist vera þannig maður að engin leið sé að gera sér grein fyrir hvað hann gerir næst.
Hvað svo ef engin sjálfstæðisyfirlýsing kemur? Þá er ekki ólíklegt að allt verði brjálað, fólkið sem var úti á götu í nótt með fána, skipti honum út fyrir byssu og geri uppreisn gegn þeim valdhöfum sem eru búnir að gefa þjóðinni undir fótinn með sjáfstæðisyfirlýsinguna, sem þeir þora svo ekki að standa við. Skyndilega verður brjálað að gera hjá herjum Sameinuðu þjóðanna, sem stundum kallaðir "friðargæsluliðar".
Það er sorglegt, en þó satt að þetta er svona einskissigursstaða, fólkið tapar á hvorn veginn sem er. Þó óska ég Kósóvóbúum alls hins besta í sjálfstæðismálum, megi þeir öðlast frelsi undan kúgurunum.
Miklu meira síðar...
Um bloggið
Guðmundur Guðmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, óskandi að þetta sé skref í rétta átt fyrir kúgaða þjóð. Kveðja að sunnan!
Björg Árnadóttir, 22.2.2008 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.