31.1.2008 | 18:26
Snjór
Halló heimur!
Það snjóar hér fyrir austan, og skefur alveg fjandann ráðalausan. Loksins kom snjóveður af viti, ég segi af viti því snjórinn fýkur allur eitthvað út í buskann og veldur ekki teljandi vandræðum innanbæjar. Hinsvegar hefur fólk verið að lenda í vandræðum á vegunum allt í kringum okkur, vonandi komast allir óskaddaðir frá því. Það er stundum gaman að búa úti á landi þar sem maður getur labbað í vinnuna ef ófærð hamlar akstri, ekki svo að skilja að það hafi gerst í dag hjá mér. Mann einhvern veginn langar ekkert í kaosið sem alltaf verður í Reykjavík við þessar aðstæður, það er ekki neinu eða neinum sérstaklega að kenna, umferðin er bara svo mikil, þe. bílarnir svo margir. Svo þarf ekki nema einn bíll að spóla smávegis og þá er allt fast.
Miklu meira síðar...
Um bloggið
Guðmundur Guðmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það snjóar. Vantar ekkert uppá það - fja......inn eigi það!! Allt á kafi í snjó, vitleysingarnir á sumardekkjunum enn á ferðinni og í ofanálag ekkert hægt að vinna í svona veðri!! Jæja..... það er þó allavega byrjað að birta!!
Björg Árnadóttir, 1.2.2008 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.