Stóra samantektarbloggið....

Halló heimur!

Ég ætla að setja saman svona samantektarblaður um það sem undanfarið hefur gerst í heiminum og valdið hefur mér heilabrotum, stórum og smáum.

Ég, eða réttara sagt við hjónin, skruppum til Akureyrar í fyrrakvöld og komum heim í gær, svosem ekkert merkilegt við það, utan að meðan við vorum í túrnum, kom rokkarinn Tommy Lee til Egilsstaða.  Auðvitað hefði hann ekki gert það nema vegna ófærðar í Keflavik fyrir bæði flugtæki og ökutæki.  Ég verð nú að segja að það var þó nokkur heppni að ég missti að þessum erkivitleysingi og slapp við að hitta hann, svosem ekkert víst að ég hefði gert það þótt ég hefði verið heima, Egilsstaðir eru jú meira en barasta flugvöllurinn.

Svo var þetta með dauða skákmeistarann, Fischer, sem eins og margir aðrir, sérstaklega karlkyns íþróttamenn, fékk ríkisborgararétt í hvelli.  Þetta er nú annars alveg furðulegt með þessi rískisfangsmál en það er efni í annan pistil eitt og sér, meira um það síðar.  Þeirri hugmynd var kastað fram, kannski í gríni, að hola dauðum kallinum niður í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum.  Ég spyr nú bara: Hvað er eiginlega að fólki?  Setja þennan, örugglega annars ágæta mann, niður í þjóðargrafreit íslendinga, ekki nema það þó.  Aflóga bandaríkjamann, sem hans eigin þjóð vill ekki einu sinni neitt með hafa.  Mín skoðun er sú að sá sem sett þetta fram, hvort sem var í gamni eða alvöru, eigi að skammast sín.  Í þjóðargrafreit íslending eiga að fara mestu synir og dætur Íslands, og engir aðrir.  Skákmeistarinn, þó merkilegur hafi verið, var ekki sonur Ísland.

Svo er það Reykvísk pólítík, það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um það, þó það sé gert.  Það sem mér finnst ákaflega skemmtilegt, er að þegar Dagur B. Eggertsson er settu út af sakramentinu, talar hann um að nú eigi reykvíkingar að kjósa, það var hinsvegar ekki upp á teningnum þegar hann og Björn I. Hrafnsson léku sama leikinn fyrir hundraðogeitthvaðdögum síðan.  Það kann að vera að stuðningur við þá félagana hafi verið einhverju meiri en við þá sem nú ráða ríkjum, og þó... 

Miklu meira síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband