2.8.2013 | 20:58
Ísland í dag!
Halló heimur!
Nokkuð er um líðið síðan ég skrifaði línur hér til þín heimur. Ég hef svona verið að hugsa um ýmsa hluti eins og gengur. Ýmislegt hefur gerst eins og allir vita og margt til viðbóar mun gerast. Hinir frægu frægu helmingaskiptaflokkar (BD) eru aftur komnir til valda á Íslandi. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart, margir voru ekki ánægðir með GSið. GSið jók skattheimtu, sá til þess að ekki borgar sig að eiga peninga í banka, ekki svo að skilja að margt almúgafólk eigi peninga í banka eftir sl. fjögur ár, ár gjaldþrota, heimilistaps og fleira í þeim dúr sem alltof langt mál yrði að telja upp enda þekkir þú ástandið vel kæri heimur.
Vieðigjald hefur verið mikið í umræðunni, gjald sem útgerðin þarf að greiða til ríkisins fyrir afnot af auðlind sem er sameign þjóðarinnar. Einhverjir sögðu veiðigjaldið alltof hátt, verið væri að taka allan hagnað fyrirtækjanna í skatt. Það er slæmt að taka allan hagnað fyrirtækjanna, sé það gert verður ekkert eftir til að viðhalda tækjum og tólum útgerðarinnar, sem aftur hlýtur að valda því að útgerð leggst af. Kannski er það rétt sem BDið segir að veiðigjaldalögin, sem þau byrjuðu á að kippa úr sambandi, séu óframkvæmanleg. Ég hef ekki vit á því og verð því að eftirláta öðrum að hafa það. Hitt veit ég að útgerðin hefur skilað miklum hagnaði síðan allt hrundi, gengi krónunnar líka. Maður veltir þessu máli gjarnan fyrir sér þegar maður sér hverjir borga hæstan tekjuskatt.
BDið hefur gengið hart fram í að mála stöðu lands og þjóðar mjög svarta. Augljóslega er staðan ekki góð, en er ekki rétt að hysja upp um sig buxurnar og reyna að gera eitthvað í málinu annað en taka veiðigjaldið af og breyta bótakerfinu þannig að þeir sem hafa mest fái enn meira. Mér hefði fundist að styðja ætti við þá sem hafa minnst og borga þeim sem hafa mest minna úr ríkiskassanum. Það virðist hinsvegar ekki raunin, svo merkilegt sem það er. BDið sýnir sitt rétta andlit og stendur að baki sínum.
Ég verð að óska ykkur til hamingju með árangurinn hingað til, kæru kjósendur, sem sáuð til þess að koma hrunarkitektunum aftur til valda.
Meira síðar.
Um bloggið
Guðmundur Guðmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.