9.1.2011 | 20:44
Bættar samgöngur = hærra vöruverð á landsbyggðinni...
Halló heimur!
Nokkuð er síðan ég tjáði mig síðast hér. Ég eindfaldlega gafst upp á því á hruntímanum, allir voru að kvarta og kveina yfir yllri meðferð á sér og sínum, hækkun lána, lækkun eigna og svo framvegis. Ég fór, eins og aðrir, ekki varhluta af því en ég hafði ekki tekið mikið af lánum, var ekki á nýjum margmilljónalansbíl, sem betur fór. Ég finn til með þeim sem fóru illa út úr öllu saman, ég hef skilning á þeirra vandamálum en get auðvitað ekki ímyndað mér hvernig það er að missa vinnuna, síðan húsnæðið og svo óhjákvæmnilega móðinn að lokum.
Þetta er þó ekki tilefni þessara skrifa, eins og fyrirsögnin bendir til ætla ég að velta fyrir mér þessum hlutum sem eru að gerast í dag með innheimtu veggjalda til framkvæmda.
Ég, eins og aðrir, borga um 50% af keyptum bensínlítra til rikísins í formi skatta og gjalda. Ég hef svolítið hugsað um hvers við eigum að gjalda sem búum lengra en einnar til tveggja kukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Því er nefnilega þannig háttað að allir almennir vöruflutningar fara um vegina með vörubílum. Vörubílar aka um vegina og greiða veggjöldin, ef til þeirra kemur, og það þýðir hækkun á flutningsgjöldum sem aftur þýðir hækkun á vöruverði. Við, sem eigum þess ekki kost að skreppa til höfuðstaðarins í verslunarferðir, verðum að láta okkur þetta linda.
Þetta er eitt af því sem ég skil ekki með þessa ríkisstjórn, og þó, kannski skil ég það, það átti jú að flytja alla heilbrigðisþjónustu. sem eitthvað að kvað, til Reykjavíkur. Þetta er kannski undanfari þess að leggja landsbyggðina, utan tveggja aksturstíma radíuss, bara niður? Þá þarf ekki að halda úti dýrri heilbrigðisþjónustu, ekki halda við vegum, ekki halda úti dýrum ríkisstofnunum ss. lögreglu þar sem ekkert verður eftir til að líta eftir þegar allir verða fluttir á suðvesturhornið.
Ögmundur Jónasson segir það augljóst að ef tekið verði tillit til undirskriftanna (um 35000) gegn veggjöldum þá verði bara hætt við samgöngubætur, ríkissjóður sé tómur.
Ég er að lokum með eina spurningu, ég veit hún er voða vitlaus, en hvað hefur orðið um alla vegapeningana sem sérstaklega eru eyrnamerktir ef kassinn er tómur?
Meira síðar...
Um bloggið
Guðmundur Guðmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.