Að koma heimilunum....... á vonarvöl.

 Halló heimur!

Hvað ætli stjórnendur þessa lands séu að hugsa? Ætli þeir hugsi yfirhöfuð nokkuð? Ég veit það bara svei mér ekki. Ég kallaði Jóhönnu Sigurðardóttur “Jóhönnu mína” af því að ég hafði alltaf haft mikla trú á henni. Mér fannst hún oft vera eini boðberi réttlætis og verjandi lítilmagnans þegar vaða átti yfir hann. En nú efast ég, já, ég verð að viðurkenna að ég efast, mér er það óljúft en verð samt að gera það.

Þjóðfélagið er komið að fótum fram, skuldum vafið og voðalítil birta framundan. Skattar eru hækkaðir, bensínið hækkar, matarverð hækkar, allt hækkar, svo á að ráðast á fólkið með meðallaunin að þeim ógleymdum sem hafa minna en það. Fólkið með meðallaunin 400 til 500þús. kr. á mánuði. Þetta fólk er jafnan það fólk sem virðist pluma sig best. Upp til hópa duglegt og ósérhlífið, margt með margra ára háskólamenntun að baki og líka fólk sem komist hefur áfram á eigin verðleikum, kannski ekki einusinni með framhaldsskólamenntun, en plumar sig samt vel, ræður við rekstur heimilis, stendur jafnvel í skilum með lánin sín. En á ekkert eftir þegar búið er að gjalda keisaranum það sem hans er. Nú á að lækka laun þessa fólks. Ég er ekki að segja að þetta fólk eigi ekki að taka þátt í endurbyggingu Íslands. Þetta fólk gerir það þegar. Þetta fólk skapar veltuna í þjóðfélaginu, fer út í búð og kaupir í matinn, fatnað á fjölskylduna, bensín á fjölskyldubílinn osfrv. Borgar af meira að segja af húsnæðislánunum, það mun líka setja bankana og Íbúðalánasjóð á hausinn ef allir hætta að borga (ef marka má fréttaflutning frá í vetur).

 

Það er akkúrat þetta sem er málið, að mínu viti, að skapa veltu og skila peningum aftur inn í kerfið. Ef engin fer í búðina að kaupa mat, fer búðin á hausinn. Búðarkonan missir vinnuna. Ríkið fær ekki virðisaukaskattinn af vörunum sem seldar voru í búðinni, ekki skatt af hagnaðinum sem búðin skilaði, ekki skatt af launum búðarkonunnar, ekki fjármagnstekjuskatt að því sem búðarkonan önglaði með útsjónarsemi inn á bankabókina sína til margra ára. Búðarkonan fer svo á atvinnuleysisbætur og getur ekki lengur staðið í skilum með húsnæðislánið sitt.

 

Hver er niðurstaðan?

Jú, heimili meðallaunafjölskyldunnar farið á vonarvöl, búðarkonan farin á vonarvöl, allir komnir á atvinnuleysisbætur, sem þýðir að ríkið fer líka á vonarvöl (ríkið greiðir sko atvinnuleysisbæturnar). Hvað þá?, jú allir saksóknararnir, ráðherrarnir, þingmennirnir fá ekki laun (ekkert kemur jú lengur í ríkiskassann), ætli þeir fari þá ekki bara líka á vonarvöl?

 

Það virðist vera orðið (yfirlýst) markmið að koma öllu og öllum á vonarvöl, er það kannski sú vinstri græna stefna sem við viljum hafa?

 

Miklu meira síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Gummi. Alltaf gaman að lesa þig, við erum greinilega þjóð í stríði, eða þjóð að koma úr stríði, þ.e. mislukkuðum hernaði og nú er komið að því að greiða stríðsskaðabæturnar. Þeir sem hernaðinum stjórnuðu og út í hann fóru axla enga ábyrgð, eða a.m.k. sé ég það ekki. Bestu kv. að sunnan, komum bráðum!

Ingimundur Bergmann, 21.6.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Guðmundsson

Höfundur

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2323
  • Jökla við Brú
  • Brúin við Brú
  • Sturta
  • Laugin á Laugavöllum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 7118

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband